SPURT OG SVARAÐ
Fyrir hverja eru þessar æfingar?
Æfingarnar eru gerðar fyrir alla kylfinga (fædda 2008 eða fyrr), sama hver forgjöfin er, til að hjálpa þeim við að verða betri í golfi. Erfiðleikastigið á æfingum er breytilegt miðað við getu hvers kylfings.
Eru æfingar úti eða inni?
Æfingarnar verða inni í GKG á morgnana og í Kórnum í hádeginu, á kvöldin og á laugardögum. Einstaka æfingar verða færðar út ef veður og pláss leyfir.
Hvernig eru æfingarnar?
Æfingum er skipt í stutta spilið, langa spilið, og blandað spil þar sem farið er í alla þætti leiksins. Til dæmis: lengdarstjórnun - stefnustjórnun - leikskipulag - ákvarðanatökur - keppnislíkar æfingar - pressuæfingar - stöðupróf - sveiflugreiningar á video og margt fleira.
Má ég prófa eina æfingu áður en ég greiði mánaðargjaldið?
Þér er velkomið að koma í prufutíma en fyrst verður að hafa samband á ragnar@golfpro.is. Við tökum vel á móti þér og viljum hjálpa þér að verða betri kylfingur og við að ná þínum markmiðum.
Hvað kostar þetta?
Fjórar vikur kosta 26.900.- innifalið er frjáls mæting (þú mætir eins oft og þú vilt), golfhermar, stuttaspilaðstaða, o.fl. - SKRÁNING ER HÉR